Færsluflokkur: Lífstíll
7.8.2008 | 13:19
Veiðivötn 11.-14. ágúst
Nú er komið að því. Loksins höfum við vinirnir náð okkur saman með tíma til að fara í Veiðivötn. Við eigum bókað 11.-14. ágúst þ.a. 2 nætur í svefnpokaplássi. Það hefur veiðst vel uppá síðkastið og allt stefnir í metár hvað fjölda varðar. Það eru einnig nokkrir boltar að detta inná land þannig að nú er að duga eða drepast. Aflatölur eftir ferðina má sjá í færslu á þessum vef.
Ferð: Veiðivötn Dags: 11.-14. ágúst 2008 Stangir: 4
Veiðimenn: Helgi Þór, Róbert Örn, Óli Jóns, Siggi Bahama
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)